139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:32]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umræður um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórnarkerfi hafa fyrst og fremst snúist um að nauðsynlegt sé að ná meiri sátt meðal þjóðarinnar fyrir atvinnugreinina. Um hvað hefur ágreiningurinn þá snúist? Hann hefur snúist um eignarhald og leigubrask.

Ég heyri ekki betur í þinginu en að allir flokkar séu sammála um að koma ákvæðum um eignarhald varðandi sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn er á því, (Gripið fram í.) sem hefur stundum verið á annarri skoðun.

Ég hef líka merkt það að Sjómannasamtökin og útgerðarmenn hafa gengið mjög langt í að reyna að koma leigubraskinu sjálfviljugir til lífs. Mig undrar svolítið að í þessu frumvarpi er verið að búa til nýjan leigupott þar sem leigusalinn á væntanlega að vera ríkið. Það á að braska áfram með leigu. Af hverju getum við ekki komið þessu út úr (Forseti hringir.) kerfinu, einfaldað það og farið þá leið til að ná sátt í samfélaginu?