139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[12:41]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ef maður horfir til reynslu síðustu ára og hvert hún hefur leitt okkur þá getum við verið sammála um að gera verður breytingu á, bæði að tryggja þau grunnatriði sem hér er verið að vinna út frá og einnig þá útfærslu sem tekur til þeirra þátta sem við erum að horfa á. Annars vegar verður markaðslögmálið að vera ákveðinn drifkraftur, og pláss og rými fyrir það, en hin byggðarlags tenging getur líka verið beint hagkvæm. Það að rústa sjávarbyggðum vegna einhvers meints reiknaðs ávinning einnar atvinnugreinar, það er ekki víst að það sé endilega sú rétta útkoma sem þar kemur út. Hinir fábrotnu reikningar markaðshagkerfisins, taumlauss markaðshagkerfis, þurfa ekki endilega að vera þjóðhagslega hagkvæmir, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma.

Ég þakka hv. þingmanni góða umræðu. (Forseti hringir.) Ég finn að við eigum samhljóm í mörgum atriðum en förum yfir nánari útfærslu á þeim í vinnu (Forseti hringir.) við frumvarpið.