139. löggjafarþing — 142. fundur,  6. júní 2011.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[19:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja hv. þingmann að því. Nú skulu þessar rannsóknir fara fram á kostnað Alþingis og Alþingi hefur fjárveitingavald. Var það rætt í nefndinni og var ekki eðlilegt að með svona þingsályktunartillögu, sem á að fara í gang til að fara í rannsókn, fylgdi kostnaðaráætlun, nákvæmlega eins og gert er við skýrslubeiðnir fyrir ráðherra og frumvörp sem lögð eru fram? Að fyrir liggi einhvers konar mat á því hvað slík rannsókn mundi kosta, líka til þess að stöðva kannski ónauðsynlegar rannsóknir eða takmarka þær?

Svo vildi ég spyrja: Hversu langt mundu slíkar rannsóknir ganga? Gæti komið upp einhver rannsókn á málefnum sem tengjast barnaverndarlögum eða einhverju slíku?