139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

menntun og atvinnusköpun ungs fólks.

449. mál
[11:33]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem hér er komin til afgreiðslu var lögð fram á sínum tíma til að bregðast við bráðum atvinnuleysisvanda hjá ungu fólki á Íslandi en ekki síður til að takast á við þá þversögn að á sama tíma og ákveðnar greinar í atvinnulífi okkar kalla eftir starfsfólki með verk- og tæknimenntun bregst framhaldsskólakerfið okkar ekki við þeirri eftirspurn. Þar eru áherslurnar að langmestu leyti á bóknámið og afleiðingin er sú að störf tapast og fyrirtæki flytja í auknum mæli starfsemi sína úr landi.

Nú hafa stjórnvöld stigið stórt skref í þá átt að fjölga menntunartækifærum fyrir ungt fólk í landinu með því að opna framhaldsskóla landsins fyrir öllum sem í þá vilja sækja og eru undir 25 ára aldri. Þetta er átak sem á að verja til (Forseti hringir.) 7 millj. kr. á næstu þremur árum. (Forseti hringir.) Eftir stendur þessi mikla þörf að efla starfsnámið í landinu og því er þessi tillaga brýn.