139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

barnaverndarlög.

56. mál
[11:35]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Við greiðum nú atkvæði um breytingar á barnaverndarlögum. Nefndin hefur fjallað ítarlega um þetta vel unna frumvarp og leggur til að Alþingi samþykki það sem lög með örfáum breytingum. Sú mikilvægasta er frestun á flutningi neyðarvistunarúrræða frá sveitarfélögum til ríkis og leggur nefndin til að gildistöku þess ákvæðis verði frestað til 1. janúar 2013.

Ég skora á hæstv. velferðarráðherra að hefja þá vinnu sem allra fyrst enda er mikilvægt að öll börn, sama hvar þau búa, eigi völ á sömu þjónustu við erfiðar aðstæður í lífi sínu.