139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

barnaverndarlög.

56. mál
[11:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum hér um barnaverndarlög. Það er mjög mikilvægur málaflokkur sem hv. nefnd hefur fjallað ítarlega um og um hefur náðst mjög góð samstaða og samstarf í nefndinni, auk þess sem við áttum gott samstarf við fagaðila og þá sem málið varðar.

Þetta mál skiptir þjóðina verulegu máli. Við búum við aukið los í fjölskyldum og þeim er mikill vandi á höndum varðandi fíkniefni og annað slíkt þannig að þeir sem vinna eftir þessum lögum eru síst öfundsverðir. Þess vegna er mjög mikilvægt að lagagrunnurinn sé góður og styrkur og ég vonast til þess að nefndin hafi náð árangri í því að gera þennan lagagrunn eins góðan og hægt. er. Ég segi já.