139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

réttindagæsla fyrir fatlað fólk.

728. mál
[11:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er stolt af því að standa með þingheimi að mikilvægum mannréttindaumbótum fyrir fatlað fólk. Með samþykkt frumvarpsins og breytingartillögum vörðum við veginn að fullum mannréttindum fatlaðs fólks. Það er vel við hæfi að það sé undir forustu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem við gerum þessar breytingar enda hefur hún verið einn dyggasti málsvari fatlaðs fólks á Alþingi Íslendinga.