139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:14]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að sú tilraun sem verið er að gera í Seðlabankanum með því að bjóða út ríkisskuldabréf í erlendri mynt gegn krónum með mjög takmörkuðu framsali felur í sér einhverjar upplýsingar en ekki nægjanlega miklar upplýsingar til að hægt sé að segja ótvírætt um hversu mikill þrýstingur er á krónunni og hvernig verð gæti þróast.

Forstjóri Kauphallarinnar fór ágætlega yfir þetta mál á fundi nefndarinnar eins og hv. þingmaður man vegna þess að hann er óvenjuminnugur maður. Ég held því að þessi leið Seðlabankans sé ekki besta leið sem hægt er að fara til að fá upplýsingar en hún gefur vissulega einhverjar upplýsingar.