139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[18:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Frú forseti. Svar hv. þingmanns bendir til þess að Framsóknarflokkurinn hafði gert sér grein fyrir því hvers eðlis vandinn var á sínum tíma og enn og aftur var því miður ekki hlustað á tillögur flokksins varðandi aðgerðir til að taka á efnahagsvandanum.

Það eru aðrar spurningar sem ég mundi gjarnan vilja fá svör við og þær eru: Hvað leggur Framsóknarflokkurinn til ef í ljós kemur að allt of mikill þrýstingur er á gengi krónunnar í gegnum þennan uppboðsmarkað? Hvað leggið þið til í gjaldmiðilsmálunum? Viljið þið sjá gjaldeyrishöftin hér lengur en til 2015 bara í þeirri von að hægt sé að halda krónunni um eilífð? Hafið þið einhverjar hugmyndir um upptöku annars gjaldmiðils hvort sem er gjaldmiðils nágrannalandanna eða nýrrar krónu?