139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[18:55]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Þau svör sem við fengum frá þeim lögfræðingum sem hvað best til þekkja og starfa samkvæmt þessum reglum í dag, lögfræðilega menntað fólk, voru að þeir telja að lagastoð fyrir þessum reglum sé fyrir hendi. Það þurfi ekki og hafi ekki verið neitt kappsmál af hálfu t.d. Seðlabankans að frumvarpið færi í gegn, þannig að eitthvað skarast túlkun lögfræðinga í þessum efnum. Það er með þetta eins og mörg önnur mál að þau eru því miður vanreifuð að mörgu leyti. Þetta er kannski einn þáttur þess þannig að það verður áhugavert að heyra útlistun hv. þingmanns á því þegar hann heldur örugglega annars ágæta ræðu um þessi mál í framhaldi af umræðunni. Ég held að ég geti fullyrt að hv. þm. Birgi Ármannssyni hefur trúlega sjaldan liðið verr í störfum sínum á vettvangi þingsins en þessa nótt 28. nóvember árið 2008 og ég hef trú á því að hann hafi ekki sofnað fyrr en undir hádegi (Forseti hringir.) daginn eftir.