139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[21:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil fá skýringu á því hvert þessi fundur stefnir. Það hefur ekki verið þingflokksfundur nokkuð lengi og ég veit ekki hvort það er meiningin að hafa kvöldfund. Mér sýnist það á öllu, sérstaklega á klukkunni, en mig langar til að vita hvað tekur við. Ég veit að á þriðjudögum er heimilt að hafa kvöldfundi og ég reikna þá með því að fundur standi til kl. 12. Ég vildi gjarnan fá lýsingu á því hjá hæstv. forseta hver ætlunin sé vegna þess að ekkert hefur verið rætt um það við hinn almenna þingmann og ekkert verið tilkynnt hvernig fundum verði háttað.