139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er ekki auðveld spurning. Ég held að eitt í þessu sé að menn eru búnir að takast á við mjög þung verkefni. Fyrst var það Seðlabankinn, síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og síðan Evrópusambandið og kjarasamningarnir núna (Gripið fram í.) og Icesave, já, og allt þetta. Ég held að menn séu orðnir þreyttir og ekki bara þreyttir heldur logandi hræddir við að gera eitthvað af því að þeir eru búnir að gera nokkur mistök. Þeir óttast að nú geri þeir bara eintóm mistök. Ég held að það geti verið ein af ástæðunum. Það sem vantar er hugkvæmni, snilld og hugrekki, frú forseti.