139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er algjörlega sammála svari hv. þingmanns. Þegar ríkisstjórn hefur misst sjálfstraustið gagnvart þeim verkefnum sem hún stendur frammi fyrir á hún að segja af sér og gera þjóðinni þann greiða að taka flokka sína með. Hér þarf nýja vendi til að sópa, hér er fólk sem er fullt bjartsýni og hefur framtíðarsýn. Við eigum tækifærin, við eigum auðlindirnar en ríkisstjórninni er ekki að takast að höndla þau mál sem fyrir henni liggja.

Ég spyr þingmanninn: Ætti ríkisstjórnin ekki að fara sjálfviljug og skila því umboði sem hún hefur?