139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:33]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá er annað atriði sem ég mundi gjarnan vilja fá hv. þingmann til að útskýra. Það sem menn hafa líklega mestar áhyggjur af við afnám haftanna er fall gjaldmiðilsins og innflutt verðbólga sem af því gæti leitt. Verðbólga er slæm en verðbólgan sem slík væri kannski ekki svo gífurlegt áhyggjuefni, dálítið verðbólguskot, ef ekki væri fyrir verðtrygginguna. Menn óttast að ef höftin verða afnumin muni verðbólga rjúka upp, töluvert verðbólguskot komi og það hækki lán heimila og fyrirtækja. Hvernig mundi hv. þingmaður bregðast við slíkri hættu og lina áhyggjur manna af þeim áhrifum?