139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:22]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Er til of mikils mælst að að minnsta kosti hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra taki þátt í þessari umræðu sem eins og hér hefur komið fram fjallar hugsanlega um einhver stærstu efnahagsmistök í sögu þjóðarinnar?

Frú forseti. Þetta er að verða eins og í Sovétinu. Oft sjást hér leiðtogarnir ekki dögum saman og menn fara að reyna að geta í eyðurnar. Nú er slúðrað um það á göngunum að hæstv. forsætisráðherra hafi sent út tilskipun um að það eigi að setja aftur í umræðu stjórnarráðsfrumvarp hæstv. forsætisráðherra, sem væntanlega hefur látið þessi boð út ganga sem einhvers konar ógn við hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. En við vitum ekkert hver staðan er.

Nú er rúmur hálftími eftir af umræðum. Á morgun eru utandagskrárumræða og eldhúsdagsumræður og svo á þessu að fara að ljúka en hér er allt í fullkomnu uppnámi.