139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

afgreiðsla frumvarps um stjórn fiskveiða.

[12:47]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við ræðum hér afgreiðslu meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á hinu svokallaða litla frumvarpi í morgun. Málið hefur verið til 1. umr. í þinginu í nokkra daga og reifað fram og til baka. Búið er að fá umsagnir víða að, eins og komið hefur fram, hlustað hefur verið á þær og farið yfir þær.

Mér finnst mikilvægt að eftir þá vinnu sem hefur farið fram, bæði í nefndinni, í þingsal, hér á göngum, að öllum sé ljóst að komið var að afgreiðslu málsins og það var í morgun. Við tölum um bætt vinnubrögð og já, svo sannarlega eigum við að bæta vinnubrögð á Alþingi. Það á við okkur öll og ég segi öll.

Hér hefur farið mjög löng umræða í (Forseti hringir.) nokkur mál sem ég tel að hafi verið fullrædd og við eigum að snúa okkur að fleiri málum (Forseti hringir.) en hér eru inni.