139. löggjafarþing — 146. fundur,  9. júní 2011.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[13:34]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Þetta er mikilvægur áfangi sem við náum með samþykkt þessara laga vegna þess að hér er á ferðinni heildarlöggjöf um rannsóknarnefndir. Það eru nokkur nöfn sem mig langar að minnast á í samhengi við það að við klárum þetta mál, nöfn lögfræðinga sem komu að vinnu nefndarinnar og höfðu afgerandi áhrif á hana. Það voru Róbert Spanó, Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur á Alþingi, og Bryndís Hlöðversdóttir. Auk þess vil ég þakka nefndarmönnum fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu í þetta mikilvæga mál. Það hefur nánast verið eins og meðlimur í nefndinni og er það vel, eins og sjá má á málinu sem hefur tekið miklum breytingum í meðförum nefndarinnar. Ég segi já.