139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2011.

739. mál
[17:30]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011. Með þessari tillögu leitar ríkisstjórnin heimildar Alþingis til að staðfesta samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011. Samningurinn kveður á um allar heimildir aðila til veiða á uppsjávarfiski hvors í annars lögsögu á árinu 2011, gagnkvæma heimild skipa hvors aðila til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan lögsögu hins á árinu 2011 auk þess sem hann kveður á um að hvor aðili skuli veita tveimur skipum sem skráð eru í landi hins aðilans leyfi til tilraunaveiða á túnfiski innan lögsögu sinnar á árinu 2011.

Það er rétt að geta þess að samningur þessi er óbreyttur frá fyrra ári. Utanríkismálanefnd leggur til að þessi tillaga verði samþykkt óbreytt og undir nefndarálitið rita Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Valgerður Bjarnadóttir. Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.