139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

skeldýrarækt.

201. mál
[11:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þessa lagasetningu, að heildarrammi um skeldýrarækt, sem er ung atvinnugrein og upprennandi á Íslandi, heildarlöggjöf um þá atvinnugrein sé samþykkt á Alþingi. Það hefur komið fram gagnrýni á að það sé framsalsbann á leyfi en bent hefur verið á að sú hugsun byggist verulega á því að tryggt verði að þekking og reynsla verði til staðar í greininni og óeðlilegt sé að sé opið sé fyrir tíðum framsölum. En eftir sem áður er hægt að selja hlut í fyrirtækjum og það kemur ekkert í veg fyrir að hægt sé að selja fyrirtækið sem slík.

Við höfum lagt áherslu á að vera í góðri samvinnu við Samtök skelræktenda við vinnslu þessa frumvarps og munum taka það til umræðu í nefndinni milli 2. og 3. umr. að taka til greina að hagsmunum skelræktenda verði bætt við sem umsagnaraðila samkvæmt 17. gr. frumvarpsins.