139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

828. mál
[11:23]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í fyrra samþykktum við samhljóða á Alþingi lög sem höfðu þann tilgang að bregðast við afleiðingum eldgoss í Eyjafjallajökli. Það frumvarp sem við greiðum nú atkvæði um felur í sér að lengja þann gildistíma sem nær þá almennt til náttúruhamfara og hins vegar að opna heimildir sem ná líka til framleiðenda á lögbýlum þar sem afurðasala hefur verið bönnuð af ástæðum sem hlutaðeigandi framleiðandi gat ekki haft áhrif á. Hér er m.a. verið að vísa til aðstæðna sem hafa komið upp og kunna að koma upp, t.d. í tilviki eins og í díoxínmenguninni. Þetta er mjög þarft ákvæði og ég fagna því ef það getur tekist eins og í hinu fyrra skipti að um það takist þverpólitísk og almenn samstaða á þinginu.