139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

828. mál
[11:24]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er mjög mikilvægt, skiptir mjög miklu máli. Áður en ég fór upp í pontu kíkti ég aðeins á fréttamiðlana því að ég heyrði að þingfundi hefði verið frestað aðeins út af ríkisstjórnarfundi og við höfum einmitt verið að bíða eftir að fá upplýsingar um hvað ríkisstjórnin hyggst gera varðandi afleiðingar öskufalls á gossvæðunum á Suðurlandi. Það sem við erum að samþykkja hér er hluti af því. En það er mjög brýnt að það komi sem fyrst fram upplýsingar um hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við því gífurlega öskufalli sem varð í Skaftárhreppi og undir Eyjafjöllum vegna gosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.