139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um margar breytingartillögur frá hv. efnahags- og skattanefnd, þ.e. meiri hlutanum. Ég get ekki staðið að þessum breytingum, ég get ekki borið ábyrgð á þessu, þetta er allt gert með mjög miklu hraði. Ég mun þar af leiðandi sitja hjá við allar þær breytingartillögur sem meiri hluti hv. efnahags- og skattanefndar kemur með og sitja hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild.