139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:49]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vona að ég sé uppi í réttri atkvæðaskýringu núna. Þessi grein fjallar um að stuðla að uppbyggingu gagnavera á Íslandi og jafna samkeppnisstöðu þeirra við það sem gerist í Evrópu.

Hér er látið eins og verið sé að fresta gildistöku einhverra laga en þetta eru nú þegar orðin lög í landinu þannig að hér er ekki alveg rétt farið með. Ég mæli eindregið með því að þingmenn greiði þessu atkvæði til að þessi mikilvægi iðnaður fái að byggjast upp og þrífast þrátt fyrir einhverjar vöflur á ESA.