139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:55]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég setti fram breytingartillögu um að 16. gr. félli niður en bað um að henni yrði vísað til nefndar og rætt hvort ekki væri hægt að fresta ákvæðinu þar sem ekki liggur fyrir hvernig skipulag eigi að vera varðandi endurhæfingarmál í landinu. Margar stofnanir sjá um endurhæfingu en í þessu ákvæði erum við að lögfesta greiðsluskyldu lífeyrissjóða og launagreiðenda til að greiða í einn ákveðinn sjóð, þ.e. VIRK Starfsendurhæfingarsjóð.

Ég tel algjörlega óásættanlegt að löggjafinn sé að liðka fyrir kjarasamningum með því að setja slíkt ákvæði þegar ekki hefur verið ígrundað á neinn hátt hvers konar skipulag eigi að vera á þeirri þjónustu sem verið er að setja lög um.