139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

yfirlýsing um atkvæðagreiðslu.

[17:15]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill geta þess að við atkvæðagreiðslu um frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum var felld tillaga frá hv. þm. Lilju Mósesdóttur um að 9. gr. félli brott. Forseti hefði átt að láta greiða atkvæði um að 9. gr. stæði óbreytt en láðist að gera það og óskar þar af leiðandi eftir atkvæðagreiðslu þar að lútandi eða að forseti megi líta svo á að 9. gr. standi. (Gripið fram í: Þarf ekki bara að leggja frumvarpið fram aftur?) [Hlátur í þingsal.]

Forseti úrskurðar svo, með samþykki þingheims, að 9. gr. standi.