139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

fjármálafyrirtæki.

783. mál
[20:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða, vonandi, ágætismál, að minnsta kosti er ásetningur þeirra sem flytja málið góður, en það er augljóst að í þessu flókna máli hefði þurft meiri yfirlegu. Þrátt fyrir að við höfum svo sannarlega ekki verið að þvælast fyrir málinu, alls ekki, er það mat okkar að við hefðum þurft að fá betri tíma til að fara yfir ýmsa þætti málsins. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.