139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

farþegagjald og gistináttagjald.

359. mál
[22:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er ekki hlynntur því að hækka skatta né taka upp nýja skatta. Ég er heldur ekki hlynntur því að taka upp flókið skattkerfi. Eins og frumvarpið kom fram hljóðaði það bæði upp á nýja skatta og óskaplega flókið skattkerfi. Hins vegar náðist að einfalda það mjög mikið í nefndinni og nú er þetta þannig að ég get meira að segja sagt hv. þingmönnum hvernig reglurnar eru. Þær eru hundraðkall á hverja nótt sem menn gista í einu herbergi, hvort sem það eru tíu manns eða einn eða þrír. [Kliður í þingsal.] Þetta er því orðið mjög einfalt. Og vegna þess hvað það er orðið einfalt og er í raun þjónustugjald til ferðaþjónustunnar sem mun njóta þess í uppbyggingu á ferðamannastöðum sem hún hefur óskað eftir, greiði ég atkvæði með þessu og er á nefndarálitinu.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)