139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

farþegagjald og gistináttagjald.

359. mál
[22:21]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Mér finnst mikilvægt að láta það koma fram við atkvæðagreiðslu um gistináttaskattinn að gert er ráð fyrir að hann renni í ríkissjóð en andvirði hans verði síðan ráðstafað til mikilvægra verkefna, annars vegar að 3/5 hluta í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 2/5 hlutum til þjóðgarða og friðlýstra svæða til uppbyggingar og framkvæmda í þessum málaflokki. Hann er ekki hugsaður til rekstrar. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram við atkvæðaskýringar af því að þetta kemur í sjálfu sér ekki skýrt fram í frumvarpinu sjálfu en gerð er grein fyrir þessu í greinargerð með frumvarpinu.