139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og þingheimur veit hefur farið fram mikil undirbúningsvinna í þessu máli. Það var vitað fyrir fram að menn yrðu ekki sáttir og það var vitað fyrir fram að í þessu er stefnumörkun og pólitík þeirra flokka sem eru hér við stjórnvölinn. Það var vitað fyrir fram. Þetta frumvarp hér ætti ekki að valda mönnum því hugarangri sem virðist vera. Menn ættu að spara það til haustsins því að þá verður grundvallarbreyting gerð á þeirri fiskveiðilöggjöf sem við búum við. Þetta frumvarp er fyrst og fremst að brjóta ísinn, að styrkja byggðir með því að leggja meira í byggðaaðgerðir og að bæta í strandveiðar og koma á jöfnun og réttlæti milli þeirra útgerðarflokka sem leggja í þann pott sem er til samfélagslegra aðgerða. Ég tel það vera gott mál.