139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:03]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það breytir því ekki að þegar farið er í breytingar á fiskveiðistjórninni hljótum við að gera það af ábyrgð. Við hljótum að vilja hafa eitthvað í höndunum og það þýðir ekki að koma hér og tala alltaf eins og þetta sé bara pólitísk ákvörðun og ofboðslega gott. Þetta er undirstöðuatvinnugrein og það er verið að fara í breytingar. Hv. þingmaður vitnaði til þess að þetta hefði verið rætt og væri byggt á sáttanefndinni svokölluðu, það er talað um að þetta hafi ekki verið rætt í sáttanefndinni. Hefði ekki verið nær, og ég ætla að biðja hv. þingmann, virðulegi forseti, að svara því, að bíða með þetta og taka þetta í heildarpakkanum í staðinn fyrir að gera tilraunir sem enginn veit hvernig enda?