139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem stjórnarandstaðan verður æstari hérna, því öruggari er ég með það að við séum á réttri leið. (Gripið fram í.) Ég verð bara að segja að mér léttir. (Gripið fram í: Vel mælt.) Hefði stjórnarandstaðan farið að mæra málið hefði ég hugsað: Við erum á rangri leið. En núna finn ég að við erum á réttri leið. Ég er ekkert óvön því að fá vindinn í fangið og mun bara standa þar eins lengi og ég þarf. Ég veit að úti í þjóðfélaginu er fjöldi fólks sem styður þessi sjónarmið sem ég mæli hér fyrir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Þetta er bara ísbrjótur og við munum standa þétt saman, þessi stjórnarmeirihluti, við að breyta þessu kerfi sem er búið að vera allt of lengi í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í.)