139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talar um samstöðu og samstaðan (ÁJ: Það var formaðurinn sem gerði það.) er virkilega mikilvæg, en ég tel að þeir hv. þingmenn sem skrifa upp á þetta nefndarálit með fyrirvara geri það vegna þess að þeir vildu sjá meira í þessu frumvarpi en orðið er. Og þar er ég þeim hjartanlega sammála. En ég mæli fyrir þessu nefndaráliti og held baráttunni áfram fyrir því sem var tekið út úr því og mun gera það í stóra frumvarpinu. Ef ég væri skipstjóri, þar sem ég er sjómannsdóttir, efast ég um að ég mundi taka hv. þingmann með mér á sjóinn. [Hlátur í þingsal.]