139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[10:52]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þær breytingar sem verið er að mæla fyrir um framtíðarfiskveiðistjórnina lúta að því að bæta rekstraröryggi greinarinnar, auka fyrirsjáanleika hennar og minnka fjárfestingarþörfina, gefa mönnum fyrirsjáanleika upp á 15 ár til að gera áætlanir. Um leið og fjárfestingarþörfin fer frá aflaheimildunum og yfir á fastabúnað, skipakost o.þ.h. minnkar fjárfestingarþörfin svo mikið að það hlýtur að muna um það í rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þetta mál snýst ekkert (Gripið fram í.) um það að menn hafi ekki gert neitt af sér og hér sé verið að refsa mönnum fyrir að hafa spilað eftir reglunum. (Gripið fram í.) Það var vitlaust (Forseti hringir.) gefið, hv. þingmaður, (Forseti hringir.) og arðurinn af greininni hefur ekki skilað sér með þeim hætti sem hann átti að gera til samfélagsins í heild sinni. Greinin er byggð upp með þátttöku sjávarplássanna, með þátttöku þess fólks sem núna á um sárt að binda vegna þess hvernig röskunin hefur átt (Forseti hringir.) sér stað sem bein afleiðing af kvótakerfinu.