139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[11:02]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í einni almennri umsögn um frumvarpið segir, með leyfi forseta:

„Óhætt er að segja að almennt hafi umsagnir og ummæli umsagnaraðila um málið verið nokkuð neikvæðar og óvægnar. Þannig kom ítrekað fram að umsagnaraðilar teldu frumvarpið óvandað, m.a. þar sem það innihéldi nýjar tillögur sem ekki hefðu fengið mikla umfjöllun í þjóðfélaginu.“

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað meiri hluti nefndarinnar, hún er á þessu áliti án fyrirvara — (Gripið fram í: Ha? … fyrirvara.) þetta er það fyrra. Ertu með fyrirvara á því líka? (Gripið fram í: Ég … nefndarálit.) Fyrirgefðu, þú varst í Færeyjum, fyrirgefðu, hv. þingmaður, en mig langar til að spyrja hvort þú takir undir þetta álit þá um að umsagnirnar séu óvægnar, ég skil þetta þannig að þær séu neikvæðar.