139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[12:31]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það verður aldrei sátt um þessi hrossakaup, bara svo að það sé sagt. Þetta frumvarp sem hv. þingmaður ætlar að styðja gengur út á það fyrst og fremst að þeir aðilar sem eru búnir að selja sig út úr greininni komist ókeypis inn. Út á það gengur þetta mál. Ef hv. þingmaður ætlar að styðja þetta mál þá er hann að styðja það. Ástæðan fyrir því að ég spurði hv. þingmann var sú að ég hlustaði á hann tala gegn þessum sjónarmiðum áðan. Ég vil fá að vita röksemdina fyrir því af hverju hv. þingmaður ætlar að styðja breytingar sem eru á þann veg að þeir aðilar sem eru búnir að selja sig út, taka út hagnaðinn, fái meiri hagnað á kostnað þeirra sem hafa keypt. Þetta frumvarp gengur út á það að þeir sem eru búnir að selja sig út fá að koma inn ókeypis. Út á það gengur málið. Hv. þingmaður ætlar að styðja þetta mál, en talaði gegn þessu, að ég hélt, áðan. Ég vil fá röksemdirnar. Af hverju ætlar hann að styðja þetta?