139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

frestun á fundum Alþingis.

890. mál
[13:15]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 15. júní 2011 eða síðar ef nauðsyn krefur til 2. desember 2011.“

Virðulegi forseti. Í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar þann 17. júní næstkomandi er ráðgert að Alþingi komi saman til hátíðarfundar miðvikudaginn 15. júní næstkomandi. Því er lagt til að fundum Alþingis verði formlega frestað þann dag enda þótt ráð sé fyrir því gert að almennum starfsfundum Alþingis ljúki fyrr. Tillagan skýrir sig að öðru leyti sjálf.