139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[13:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. efnahags- og skattanefnd og þingheimi fyrir samvinnuna við að gera þetta mál að lögum. Hér er settur sá rammi sem þarf af hálfu þingsins til að tryggja framgang kjarasamninga sem er nauðsynlegur rammi um efnahagsuppbygginguna á næstu árum. Vonandi færir löggjöfin okkur þá farsæld sem vonir standa til.