139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:50]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Sú breytingartillaga sem hér er gerð er sáttatillaga sett fram til að mæta sjónarmiðum sem fram hafa komið innan allra þingflokkanna. Það er því rangt hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni að ríkisstjórnin sé að ganga erinda stórútgerðar gegn smábátaútgerðarmönnum. (Gripið fram í.) Stjórnarfrumvarpið eins og það lá fyrir gerði ráð fyrir allt öðru fyrirkomulagi — ekki öðru fyrirkomulagi heldur yrði stigið mun fastar til jarðar varðandi framlagið inn í þennan samfélagslega pott. Um það náðist hins vegar ekki samstaða á þingi vegna andstöðu í öllum stjórnmálaflokkunum, öllum þingflokkunum. Það er í ljósi þess sem breytingartillagan er fram sett. Hún er sett fram sem sáttaboð í málinu.

Ég ætla að standa með þessari tillögu. Ég er ein af flutningsmönnum hennar. En ég hafna því að hægt sé að stilla þessu (Forseti hringir.) upp með þeim hætti og hv. þingmaður gerði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)