139. löggjafarþing — 154. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:26]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Frumvörpum hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn fiskveiða er ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem grófri atlögu að mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, grófri árás á íslenskan sjávarútveg, árás gagnvart útgerðinni, sjómönnum, landverkafólki, sjávarbyggðum og þjóðinni sem mesta hagsmuni á af því að íslenskum sjávarútvegi gangi vel. Það frumvarp sem við greiðum atkvæði um nú hefur tekið miklum breytingum og í raun stendur einungis eftir beinagarðurinn af upphaflegu frumvarpi en það sem er eftir er samt sem áður svo vont og svo óskynsamlegt að það kemur ekkert annað til greina en að greiða atkvæði gegn því.

Þessi ríkisstjórn hefur verið í almennu átaki gegn atvinnuuppbyggingu í landinu. Nú sjáum við að sjávarútvegurinn er þar (Forseti hringir.) stærsta skotmarkið, en þau verða fleiri á næstu vikum og missirum og baráttan fyrir atvinnulífinu mun halda áfram.