139. löggjafarþing — 156. fundur,  2. sept. 2011.

umfjöllun heilbrigðisnefndar og menntamálanefndar um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[10:36]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi, dags. 23. júní 2011, hefur forseti óskað þess við heilbrigðisnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um embætti landlæknis. Forseti hefur einnig óskað eftir því við menntamálanefnd með bréfi, dags. 23. júní, að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þetta er í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forsætisnefnd samþykkti 12. febrúar 2008.