139. löggjafarþing — 156. fundur,  2. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[18:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvörin. Spurningin er sú hvort ekki þurfi að ræða þetta bráðabirgðaákvæði, um þennan forstöðumann og jafnframt formann, og fá á því skýringar hvernig stendur á því að hann samkvæmt lögum verður þarna formaður og forstöðumaður til 5 ára skilst mér. Mér finnst að það komi ekki nægilega skýrt fram, og hafi ekki komið fram í umræðunni, af hverju þetta er svona.

Það er gott að heyra að hv. þingmaður vill flytja breytingartillögu og ég ætla að vona að almenn sátt náist um það í hv. Alþingi. Búið er að vara við þessu og ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því af hverju þetta á að vera svona. Það hefur komið fram að þetta er einsdæmi í Evrópusambandinu, að við erum kaþólskari en páfinn í þeim efnum. Ég skora á hv. þingmenn að standa að slíkri breytingartillögu.