139. löggjafarþing — 157. fundur,  5. sept. 2011.

ályktanir VG í garð ráðherra Samfylkingarinnar.

[10:54]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Því fer fjarri, frú forseti, og þessir ráðherrar sem og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar njóta fyllsta trausts okkar í samstarfinu. (SKK: Þið eruð samt að …) Ég held að hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson geti farið sáttur að sofa í kvöld, ég skal bara fullvissa hv. þingmann um að það er prýðilega starfhæf ríkisstjórn í landinu og það stendur ekki til að láta einhverja pörupilta og -stráka komast upp á milli stjórnarflokkanna. [Hlátur í þingsal.]