139. löggjafarþing — 157. fundur,  5. sept. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[15:01]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Um leið og ég fagna því að minni hlutinn í umhverfisnefnd eða a.m.k. tveir af þremur minnihlutamönnum í hv. umhverfisnefnd hafa ákveðið að flytja breytingartillögu og vera með í því að fjalla um frumvörpin til staðfestingar Árósasamningnum með nýrri löggjöf, álykta ég að það megi skilja það sem svo að nefndarálit minni hlutans sé þar með kallað aftur, því að í lok nefndarálitsins segir, með leyfi forseta:

„Minni hluti umhverfisnefndar leggst því …“ (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Ég bið hv. þingmann um að ræða atkvæðagreiðsluna, ekki efnislega um málið eða nefndarálit.)

Ég er að því, það skiptir máli við atkvæðagreiðsluna hvort nefndarálitið stendur eða fellur.

(Forseti (RR): Nefndarálitið hefur ekki verið dregið til baka.)

Þá óska ég skýringa á því að það gerist ekki því að nefndarálitinu lýkur svona:

„Minni hluti umhverfisnefndar leggst því gegn því að frumvarpið nái fram að ganga.“

Ég skil ekki, ef nefndarálitið er ekki kallað aftur, hvort minni hlutinn er þá með því eða á móti (Forseti hringir.) að frumvarpið nái fram að ganga.