139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Hvað getur maður sagt eftir svona fögur orð? Mig langar að benda á að auðvitað eru það hrossakaup þegar minni hlutinn ákveður á septemberþingi að hóta málþófi svo málið komist ekki í gegn. Þetta er sorgleg niðurstaða í mínum huga af því að þetta sérstaka ákvæði, actio popularis, er nokkuð sem ég var einmitt að monta mig af við hina þingmenn Hreyfingarinnar í gær að væri með í þessu. Mér fannst við Íslendingar ganga kannski allra þjóða lengst í að standa vörð um rétt einstaklingsins, umhverfisins og mannréttinda á sama andartakinu.

Það er þó svo merkilegt til þess að hugsa að allir hér inni séu sammála um að lögleiða þetta mál í heild sinni (Forseti hringir.) og því fagna ég.