139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:20]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér stendur hið gamla Alþingi og hin gamla pólitík á Íslandi berskjölduð gagnvart þeirri ákvörðun sem verið er að greiða atkvæði um. Hér er með stuðningi Vinstri grænna komið í veg fyrir að einstaklingar hafi kærurétt í umhverfismálum hafi þeir ekki beinlínis lögvarða hagsmuni. Seint hefði ég trúað því að þingmenn Vinstri grænna mundu greiða þessu atkvæði. Ég á líka bágt með að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn standi gegn því að einstaklingar geti leitað réttar síns með þessum hætti en hér eru að sjálfsögðu stærri hagsmunir í húfi, hagsmunir iðnaðarins og þeirra gráu. Sá græni her sem hv. þm. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar, þykist hafa veitt forustu er orðinn grár og er á hröðu undanhaldi undan ömurlegum hótunum Sjálfstæðisflokksins. Ég segi nei.