139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:30]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er alveg eðlilegt að einstaka hv. alþingismaður verði undrandi á því ákvæði til bráðabirgða sem verið er að greiða atkvæði um (Gripið fram í: Hærra.) en í raun og veru er þetta ákvæði hliðstætt þeim sem við höfum oft afgreitt á þinginu um að þeim starfsmönnum í stofnunum sem verið er að leggja niður séu boðin störf í næstu stofnunum. Hér er hins vegar ekki um venjulegt starf að ræða heldur formennsku í úrskurðarnefnd og ég held að þeir sem þekkja til málsins láti sér ekki bregða við þetta ákvæði.