139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[16:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki svarað því af hverju ríkisstjórnin telur skynsamlegt að vera bæði með belti og axlabönd því að — svo að ég leiki mér nú aðeins — það er ekki einu sinni smart.

Ég ítreka í ljósi orða seðlabankastjóra frá því fyrr í dag um losun gjaldeyrishafta og nauðsyn þess vegna þess að kostnaðurinn við þau verði sífellt meiri og meiri: Ég held að þegar plástur er tekinn af sé betra að taka hann hratt af og finna mikið til einu sinni en taka plásturinn af í skömmtum og finna til í marga daga eða mörg ár.