139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þarna fengum við heldur betur samfylkingarmessuna, hvað Samfylkingin vill gera í gjaldmiðlamálum, það er að ganga beinustu leið inn í Evrópusambandið. En það er ekki rétt sem kom fram í máli hv. þingmanns að við gætum tafarlaust komist inn og sótt um evru vegna þess að Evrópusambandið snýst um lögfræði en ekki hagfræði. Hér þarf að uppfylla Maastricht-skilyrðin, hv. þingmaður, og við erum svo sannarlega langt í burtu frá því að geta uppfyllt þau. Hvers vegna ættu aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins að fara að veita afslátt?

Alveg er það líka einkennilegt, eins og Samfylkingin er einangruð á þingi og situr í ríkisstjórn, að aldrei talar neinn þingmaður frá þeim flokki nema spyrja þingmenn annarra flokka hvað þeir ætli að gera. Samfylkingin er í ríkisstjórn, frú forseti.

Þar sem evran er svo hugleikin þingmanninum langar mig til að spyrja hann vegna mikils áhuga Samfylkingarinnar á kínverskri fjárfestingu: Hefur Samfylkingunni ekki dottið í hug að taka upp kínverskt júan?