139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:45]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, vissulega óttast ég að ef höftin verða til langs tíma og ef við erum ekki með plan um hvernig við ætlum að losa þau, þá verði EES-samningurinn í uppnámi. Þess vegna tel ég mjög skynsamlegt að til staðar sé trúverðugt plan um að losa höftin.

Sá aðili sem er í vinnu fyrir hönd löggjafans um að losa höftin hefur óskað eftir því að reglurnar verði lögfestar og að rúmur tímarammi verði gefinn til að losa um höftin. Það er skýrasta birtingarmynd þess um að við þurfum, já, — jafnbitur og beiskur og sá kaleikur er — að gangast í það að lögfesta þessar reglur, lögfesta þessi lög svo að hér séu gjaldeyrishöft til vonandi miklu, miklu skemmri tíma en rúm heimild gefur til kynna.