139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:49]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í greinargerð með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor, sem tók á frestun haftanna, segir að efnahags- og skattanefnd muni óska eftir lagalegri og hagfræðilegri úttekt á stöðu gjaldeyrishaftanna. Hins vegar greinir þingmenn nokkuð á um hvað felist í þessu orðalagi. Menn reyna hér í hliðarsölum að ná samkomulagi um það hvernig við getum hagað þessari umræðu áfram. Ég held að það sé hyggilegt að þess verði freistað að ná samkomulagi um hvernig við vinnum úr málinu með skynsemi að leiðarljósi. Meira er í raun og veru ekki um það mál að segja að svo komnu.

Menn greinir á um hvað orðið „úttekt“ inniheldur og hvort úttekt hafi farið fram eða ekki. Menn eru ekki allir alveg á sömu skoðun um það með hvaða hætti menn túlka þetta orðalag. Það er miður að það hafi ekki verið skýrar orðað svo að við þyrftum ekki að takast á um það. En vonandi leysist það hér í hliðarsölum.